Ég heiti Birgir

Atvinnubílstjóri / Driver Guide

Ég hef meira en 15 ára reynslu af því að starfa við að kynna okkar stórkostlega landslag Íslands , ég er vanur ökumaður / leiðsögumaður og hef unnið mikið í Snjósleðaferðum á langjökli en ég var verktaki hjá bæði Mountaineers of Iceland og Snowmobile.is.

Ég er með aukin ökuréttindi: B C D1 BE CE DE / Ég er líka með ökumannskort fyrir ökurita

Undanfarin ár hef ég starfað með fjölda af fyrirtækjum sem sérhæfa sig í Jeppaferðum / dagsferðum um landið á breyttum „Ofurjeppum“.
Einnig hef ég verið að fara í lengri ferðir sem geta verið allt að 7 – 10 dagar, og þá yfirleitt hringferð um ísland.

Ég hef gaman að taka myndir á mínum ferðalögum enda er myndavélin aldrei langt undan í mínum ferðum.

Ég starfaði sem leiðsögumaður í Kötlujökul árið 2023 – En við vorum að fara allt að þrjár ferðir á dag frá Vík í íshelli sem þar var.
Einnig fór ég í Buggy ferðir enda landslagið í kringum Vík gullfallegt og endalaust hægt að leika sér í þessaari æðislegu náttúru sem þar er.

Hafðu samband

SENDU MÉR PÓST