Skip to content Skip to footer

um mig

Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður gerir.

Ég heiti Birgir Ragnar Baldursson og  hef í gegnum tíðina starfað við ýmis verkefni,sem vef & auglýsingahönnuður, við markaðskynningar & auglýsingaherferðir fyrir upplýsingaskjái fyrir á Írland, London og Svíþjóð þar sem ég bjó.

Starfaði einnig sem markaðsstjóri fyrir Bílabúð Benna, sá um útlit fyrir RE/MAX fasteignakerfi ásamt því að hanna fasteignablað, kynningar ýmiskonar, hanna útlit fyrir auglýsingar, ADMAKER (auglýsingakerfi) fyrir sölufulltrúa, nafnspjöld og fl.

Starfa í dag sem atvinnubílstjóri fyrir mörg af helstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins.

Ég hef einnig séð um að hanna markaðsefni, ljósmyndun og kynningar ýmiskonar fyrir sýningar bæði erlendis sem og innanlands.

Hef mjög góða þekkingu á WordPress vefsíðugerð, html/css, hef hannað vörumerki, bæklinga ýmiskonar – auglýsingar og markaðsefni fyrir mismunandi miðla.

Hef góða þekkingu á Adobe forritum ásamt því að vinna með Affinity og forrit fyrir mynbanda vinnslu / auglýsingar fyrir sjónvarp og vefmiðla.

Unnið fyrir ýmis ferðafyrirtæki á Íslandi bæði sem bílstjóri á stórum breyttum jeppum, VIP bílstjóri, leiðsögumaður á vélsleða á Langjökli, ásamt því að hanna og útbúa bæklinga fyrir mörg helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins, sem ég starfaði fyrir á þeim tíma.

Ég er með aukin ökuréttindi: B C D1 BE CE DE / Ég er líka með ökumannskort fyrir ökurita.

Hef starfað og búið erlendis til fjölda ára og er því vanur fjölmenningu, á auðvelt með að vinna í hóp eða sjálfstætt, mjög sveigjanlegur og fær um að viðhalda kímnigáfu undir miklu álagi.

Tala og skrifa mjög góða íslensku – ensku og sænsku eins og innfæddur.

kunnátta

Ég hef mikla þekkingu á Vefhönnun og Auglýsingagerð.

Ég hef víðtæka reynslu af mörgum forritum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina,
 en þó að maður hafi mikla þekkingu þá er maður víst alltaf að læra og notar aldrei nema brot af því sem að forritin bjóða uppá.

ÍRLAND

Bjó og starfaði í DUBLIN , starfaði við markaðskynningar og  auglýsingaherferðir fyrir vef og sjónvarpsmiðla.

ENGLAND

London og Bournemouth,  vann við vefsíðu og  auglýsingagerð auk þess að hanna kynningar / auglýsingaherferðir.

SVÍÞJÓÐ

Aglýsinga og  vefsíðugerð,  vefhönnun, grafík  og ljósmyndun ásamt því að hanna markaðsefni fyrir ýmis fyrirtæki.

ÍSLAND

Undanfarið hef ég starfað við auglýsingagerð, heimasíður og önnur tilfallandi verkefni  auk þess að vinna við Leiðsögn